Tafirnar trufla ekki Icelandair 20. maí 2009 10:40 Sigþór Einarsson. Icelandair Group horfir enn til tækifæra í flugvélaviðskiptum. Þar eru allir framleiðendur undir. Nærri þriggja ára töf er á Dreamliner-vélum. Bágt ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum breytir engu um fyrirætlanir Icelandair hvað varðar kaup á nýjum Boeing 787 „Dreamliner" þotum, að sögn Sigþórs Einarssonar, aðstoðarforstjóra félagsins. Tafir hafa orðið á framleiðslu vélanna, þennig að tvær þotur sem afhenda átti Icelandair á næsta ári verða að óbreyttu ekki afhentar fyrr en síðla árs 2012 og snemma árs 2013. Icelandair Group hefur pantað fimm þotur þessarar gerðar og á kauprétt á fleirum. „Við höfum fulla trú á þessari vél. En núna árar þannig að tafirnar hjá Boeing koma sér kannski ekkert illa fyrir þau félög sem áttu að fá fyrstu vélarnar hjá Boeing," segir Sigþór og kveðst gera ráð fyrir að þegar kemur að afhendingu nýju þotnanna til Icelandair verði markaðurinn orðinn mun eðlilegri. „Almennt finnum við bullandi áhuga í fluggeiranum á því að taka þessa vél, jafnvel þótt einhverjir hafi helst úr lestinni vegna vandamála dagsins í dag." Icelandair Group hafði gert samning um að leigja út fyrstu vélina sem afhenda átti og segir Sigþór töfina vissulega hafa sett ákveðið strik í þann reikning. „En við leysum bara úr því með Boeing og ekkert hik er á okkur með þessar vélar. Þetta eru hörkuvélar og eiga eftir að skila samstæðunni sínu með einhverjum hætti." Enn hefur hins vegar ekki verið ákveðið til hvaða verka nýju þotunum verður skipað eða hvað verður gert við þær eftir afhendingu. „Það hefur ekkert þrýst á um ákvörðun í þeim efnum vegna tafanna. Svo er líka aldrei að vita hver staðan verður eftir tvö ár. Þá getur eins verið að okkur vanti einmitt svona vélar á einhverjar flugleiðir." Í flugiðnaði er enda gert ráð fyrir miklum vexti áfram og segir Sigþór að Icelandair Group, líkt og önnur félög, reikni með að flugumferð haldi áfram að aukast. Fram kom á kynningu Airbus í Hamborg í byrjun síðustu viku að gert væri ráð fyrir að flugumferð tvöfaldist á hverjum 15 árum. „Ég fór einmitt yfir þessar tölur um daginn. Hægt er að horfa á tvo þætti í þessum vexti, annars vegar skammtíma- og hins vegar langtímasýn. Til skemmri tíma eru mjög miklar sveiflur og við erum að fara í gegnum eina slíka núna, niðursveiflu á eftir rosalegri uppsveiflu síðustu ár. En þegar horft er yfir lengri tíma sést að það er tvöföldun á hverjum fimmtán árum." Sigþór áréttar um leið að þótt vöxturinn virðist gífurlegur, þá þurfi ekki svo ýkja mikinn vöxt á ári hverju til að ná þessum tölum, líkast til fjögur til sex prósent á ári. „Og sá vöxtur er ekki fjarri lagi því í löndum þar landsframleiðsla á haus ekki mjög mikil núna þarf vöxtur ekki að aukast mikið til að ferðalög margfaldist. Og stór hluti heimsins er enn í þessari stöðu og nægir þar að nefna Indland og Kína." Sigþór segir Icelandair Group horfa vítt á möguleikana sem í boði eru hvað varðar flugvélakost í rekstrinum og loki þar ekki á neina möguleika. Samstæðan notar mestanpart Boeing vélar, en einnig Airbus í fraktflutningum hjá dótturfélaginu Latcharter í Lettlandi. Þá segist hann tæpast telja að Evrópusambandsaðild myndi hafa áhrif á það hvar félagið kaupir vélar. „Ódýrar Airbus vélar yrðu alveg örugglega ekki hluti af aðildarsamningi," gantast hann með, en viðurkennir um leið að dregnar hafi verið upp myndir af því hverju það myndi breyta í rekstrinum að nota annan flugvélakost. „Helst myndi það breyta fjármálaumhverfinu, því viðskiptin yrðu þá að mestu í evrum en ekki dollurum eins og nú, en það myndi ekki beint hafa áhrif á viðskiptin. Við höfum hins vegar ekki horfið frá því að við teljum að fyrirtæki eins og okkar hafi töluverð tækifæri í viðskiptum með flugvélar sem hliðarbúgrein. Í þeim efnum höldum við opnum línum á alla staði." Markaðir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Icelandair Group horfir enn til tækifæra í flugvélaviðskiptum. Þar eru allir framleiðendur undir. Nærri þriggja ára töf er á Dreamliner-vélum. Bágt ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum breytir engu um fyrirætlanir Icelandair hvað varðar kaup á nýjum Boeing 787 „Dreamliner" þotum, að sögn Sigþórs Einarssonar, aðstoðarforstjóra félagsins. Tafir hafa orðið á framleiðslu vélanna, þennig að tvær þotur sem afhenda átti Icelandair á næsta ári verða að óbreyttu ekki afhentar fyrr en síðla árs 2012 og snemma árs 2013. Icelandair Group hefur pantað fimm þotur þessarar gerðar og á kauprétt á fleirum. „Við höfum fulla trú á þessari vél. En núna árar þannig að tafirnar hjá Boeing koma sér kannski ekkert illa fyrir þau félög sem áttu að fá fyrstu vélarnar hjá Boeing," segir Sigþór og kveðst gera ráð fyrir að þegar kemur að afhendingu nýju þotnanna til Icelandair verði markaðurinn orðinn mun eðlilegri. „Almennt finnum við bullandi áhuga í fluggeiranum á því að taka þessa vél, jafnvel þótt einhverjir hafi helst úr lestinni vegna vandamála dagsins í dag." Icelandair Group hafði gert samning um að leigja út fyrstu vélina sem afhenda átti og segir Sigþór töfina vissulega hafa sett ákveðið strik í þann reikning. „En við leysum bara úr því með Boeing og ekkert hik er á okkur með þessar vélar. Þetta eru hörkuvélar og eiga eftir að skila samstæðunni sínu með einhverjum hætti." Enn hefur hins vegar ekki verið ákveðið til hvaða verka nýju þotunum verður skipað eða hvað verður gert við þær eftir afhendingu. „Það hefur ekkert þrýst á um ákvörðun í þeim efnum vegna tafanna. Svo er líka aldrei að vita hver staðan verður eftir tvö ár. Þá getur eins verið að okkur vanti einmitt svona vélar á einhverjar flugleiðir." Í flugiðnaði er enda gert ráð fyrir miklum vexti áfram og segir Sigþór að Icelandair Group, líkt og önnur félög, reikni með að flugumferð haldi áfram að aukast. Fram kom á kynningu Airbus í Hamborg í byrjun síðustu viku að gert væri ráð fyrir að flugumferð tvöfaldist á hverjum 15 árum. „Ég fór einmitt yfir þessar tölur um daginn. Hægt er að horfa á tvo þætti í þessum vexti, annars vegar skammtíma- og hins vegar langtímasýn. Til skemmri tíma eru mjög miklar sveiflur og við erum að fara í gegnum eina slíka núna, niðursveiflu á eftir rosalegri uppsveiflu síðustu ár. En þegar horft er yfir lengri tíma sést að það er tvöföldun á hverjum fimmtán árum." Sigþór áréttar um leið að þótt vöxturinn virðist gífurlegur, þá þurfi ekki svo ýkja mikinn vöxt á ári hverju til að ná þessum tölum, líkast til fjögur til sex prósent á ári. „Og sá vöxtur er ekki fjarri lagi því í löndum þar landsframleiðsla á haus ekki mjög mikil núna þarf vöxtur ekki að aukast mikið til að ferðalög margfaldist. Og stór hluti heimsins er enn í þessari stöðu og nægir þar að nefna Indland og Kína." Sigþór segir Icelandair Group horfa vítt á möguleikana sem í boði eru hvað varðar flugvélakost í rekstrinum og loki þar ekki á neina möguleika. Samstæðan notar mestanpart Boeing vélar, en einnig Airbus í fraktflutningum hjá dótturfélaginu Latcharter í Lettlandi. Þá segist hann tæpast telja að Evrópusambandsaðild myndi hafa áhrif á það hvar félagið kaupir vélar. „Ódýrar Airbus vélar yrðu alveg örugglega ekki hluti af aðildarsamningi," gantast hann með, en viðurkennir um leið að dregnar hafi verið upp myndir af því hverju það myndi breyta í rekstrinum að nota annan flugvélakost. „Helst myndi það breyta fjármálaumhverfinu, því viðskiptin yrðu þá að mestu í evrum en ekki dollurum eins og nú, en það myndi ekki beint hafa áhrif á viðskiptin. Við höfum hins vegar ekki horfið frá því að við teljum að fyrirtæki eins og okkar hafi töluverð tækifæri í viðskiptum með flugvélar sem hliðarbúgrein. Í þeim efnum höldum við opnum línum á alla staði."
Markaðir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira