KR-konur verða Íslandsmeistarar í körfubolta samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna sem birt var á á kynningarfundi KKÍ í dag.
Benedikt Guðmundsson verður þó Íslandsmeistari annað árið í röð en hann stýrði karlaliði KR til sigurs í fyrra en þjálfar nú stelpurnar.
Lið Hamars er spáð öðru sæti en Hamarsstelpur mæta með sterkt lið til leiks eftir að hafa fengið fínan liðsauka í sumar.
Spáin:
1. KR, 180 stig
2. Hamar, 160
3. Keflavík, 133
4. Grindavík, 112
5. Haukar, 112
6. Valur, 69
7. Snæfell, 55
8. Njarðvík, 37