Horfa á til verðmætis en ekki markaðsverðs 20. maí 2009 08:25 Hermann Guðmundsson Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká
Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira