Snæfell vann í dag sex stiga sigur á Njarðvík, 69-63, í Iceland Express deild kvenna.
Kristen Green var stigahæst í liði Snæfells með 36 stig en hún tók tíu fráköst þar að auki. Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 20 stig fyrir Njarðvík.
Þá var einum leik frestað í deildinni í dag vegna veikinda leikmanna Vals sem átti að mæta liði Hamars í dag.