Deildarmeistarar Hauka taka á móti Hamar í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld en þetta fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvígi liðanna. Leikurinn hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum.
Haukar hafa ekki spilað í þrettán daga eða síðan 25. febrúar þegar liðið tapaði á móti Keflavík í lokaumferð A-deildarinnar.
Hamar vann báða leikina á móti Val í 1. umferð úrslitakeppninnar af nokkru öryggi og vann einnig sjö stiga sigur á Ásvöllum, 54-61, þegar liðin mættust síðast.
Haukakonur töpuðu síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé og það eru því liðnir 20 dagar síðan liðið vann sinn síðast leik á móti KR í DHL-Höllinni 18. febrúar.