Friðrik: Allir með og engar afsakanir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2009 15:45 Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Daníel Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, segir að allir helstu leikmenn liðsins verði með gegn KR í kvöld og að það dugi nú engar afsakanir. Helgi Jónas Guðfinsson þurfti að fara af velli í þriðja leikhluta í síðasta leik liðanna eftir að hafa staðið sig vel og þá hefur Páll Axel Vilbergsson verið tæpur vegna meiðsla. Þeir verða þó báðir með í kvöld. „Ég held að þetta sé allt í góðu. Það er búið að tjasla öllum saman og það verða allir með í kvöld. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það heldur hjá þeim en við verðum að tefla því fram sem við höfum. Það duga engar afsakanir," sagði Friðrik í samtali við Vísi. „Helgi Jónas hefur verið tæpur fyrir síðustu tvo leiki en ég vil helst nota hann mikið í kvöld. Hann er afar mikilvægur leikmaður í okkar liði. Hann dettur þá bara í sundur ef það gerist en það munu allir gefa allt sem þeir eiga í kvöld." Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistarartitilinn er 1-1 eftir að bæði lið hafa unnð á heimavelli. Reyndar hefur KR ekki tapað í 21 leik á heimavelli í vetur og segir Friðrik að þeir ætli að breyta því í kvöld. „Það er gríðarlega mikilvægt að komast í 2-1 í seríunni og eiga því möguleika á að klára þetta á heimavelli á laugardaginn. Þetta er sennilegast einn mikilvægasti leikurinn í seríunni." „En við höfum aldrei spilað vel á þeirra heimavelli. Gott dæmi um það var fyrsti leikurinn. Við spiluðum illa og þeir spiluðu flottan körfubolta. Í næsta leik náðum við svo að spila okkar leik og unnum." „Við erum með bullandi sjálfstraust eins og alltaf. Aðalmálið í kvöld verður að spila góðan varnarleik og stöðva þá. Við þurfum svo að taka skynsamlegar ákvarðanir í sókninni og fá ekki hraðaupphlaupin í bakið á okkur."Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, segir að allir helstu leikmenn liðsins verði með gegn KR í kvöld og að það dugi nú engar afsakanir. Helgi Jónas Guðfinsson þurfti að fara af velli í þriðja leikhluta í síðasta leik liðanna eftir að hafa staðið sig vel og þá hefur Páll Axel Vilbergsson verið tæpur vegna meiðsla. Þeir verða þó báðir með í kvöld. „Ég held að þetta sé allt í góðu. Það er búið að tjasla öllum saman og það verða allir með í kvöld. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það heldur hjá þeim en við verðum að tefla því fram sem við höfum. Það duga engar afsakanir," sagði Friðrik í samtali við Vísi. „Helgi Jónas hefur verið tæpur fyrir síðustu tvo leiki en ég vil helst nota hann mikið í kvöld. Hann er afar mikilvægur leikmaður í okkar liði. Hann dettur þá bara í sundur ef það gerist en það munu allir gefa allt sem þeir eiga í kvöld." Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistarartitilinn er 1-1 eftir að bæði lið hafa unnð á heimavelli. Reyndar hefur KR ekki tapað í 21 leik á heimavelli í vetur og segir Friðrik að þeir ætli að breyta því í kvöld. „Það er gríðarlega mikilvægt að komast í 2-1 í seríunni og eiga því möguleika á að klára þetta á heimavelli á laugardaginn. Þetta er sennilegast einn mikilvægasti leikurinn í seríunni." „En við höfum aldrei spilað vel á þeirra heimavelli. Gott dæmi um það var fyrsti leikurinn. Við spiluðum illa og þeir spiluðu flottan körfubolta. Í næsta leik náðum við svo að spila okkar leik og unnum." „Við erum með bullandi sjálfstraust eins og alltaf. Aðalmálið í kvöld verður að spila góðan varnarleik og stöðva þá. Við þurfum svo að taka skynsamlegar ákvarðanir í sókninni og fá ekki hraðaupphlaupin í bakið á okkur."Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira