Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-4 jafntefli á móti Chelsea á Brúnni í kvöld. Liverpool komst í 2-0 og 4-3 en náði ekki einu marki í viðbót sem hefði nægt í báðum tilfellum.
„Við erum vonsviknir með að fjögur mörk á útivelli hafa ekki dugað til að vinna leikinn," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool eftir leikinn.
„Ég er samt stoltur af bæði liðinu og áhorfendunum okkar. Þegar við skoruðum annað markið þá hafði ég trú að við værum að ná þessu en þegar þú gerir mistök á móti Chelsea þá nýta þeir sér það," sagði Benitez eftir leikinn.