Erlendir fjárfestar vildu fá Icelandair Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar: skrifar 20. maí 2009 08:25 Einar Sveinsson „Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu," segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórnarmaður í Icelandair Group. Félögin áttu 39 prósenta hlut í Icelandair Group í tvö ár þar til í fyrradag þegar Íslandsbanki nýtti utanþáguheimild Fjármálaeftirlitsins og tók hann með veðkalli. Erlendir fjárfestar og fyrirtæki, einn frá Bandaríkjunum en hinir evrópskir, höfðu áhuga á að kaupa hlut félaganna í Icelandair Group. Því til viðbótar hafði norræna flugfélagið SAS viðrað áhuga á því ári fyrr. Áhuga hinna varð vart þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi í fyrra. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Einar og fjölskylda hans hafi verið mótfallin öllum hugmyndum um sölu á Icelandair-hlutnum út fyrir landsteina í hendur erlendra aðila. Var því afráðið að sitja af sér hremmingar í efnahagslífinu í stað þess að draga úr áhættunni og selja hlutinn. Viðræður voru þegar hafnar við Glitni (nú Íslandsbanka) um endurskipulagningu Máttar í kjölfar þeirra vandræða sem Milestone, félag bræðranna Karl og Steingríms Wernerssona, hafði ratað í. „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við útlönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði landsins," segir Einar og bætir við að viðræður hafi aldrei farið af stað. Gengi bréfa Icelandair Group stóð í 27,75 krónum á hlut í byrjun síðasta árs en var komið niður í 13,10 í lok þess. Verðmæti eignarhlutar félaga bræðranna fór úr 10,5 milljörðum króna niður í fimm milljarða í árslok. Samkvæmt yfirtökuverði Íslandsbanka, sem miðaðist við lokagengi bréfa í félaginu á föstudag, nemur heildarverðmætið 1,7 milljörðum króna. Einar segir stjórnendur félagsins ósátta við yfirtökuna. Hins vegar verði hvorki farið í mál við Íslandsbanka vegna málsins né mats krafist á yfirtökuverðinu þar sem ákvörðun bankans um yfirtöku byggðist á lánasamningi. Íslandsbanki varð umsvifamesti hluthafi Icelandair Group í kjölfar yfirtökunnar á mánudagsmorgun og situr nú á 47 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu. Sömu örlög eru sögð bíða Langflugs ehf, næststærsta hluthafa Icelandair Group sem á tæplega 24 prósenta hlut. Þar um borð eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem á tvo þriðju hluta á móti fjárfestingarfélaginu Gift. Eftir því sem næst verður komist þraut félagið örendi vegna skulda og hafði verið stýrt með óformlegum hætti úr höfuðstöðvum Landsbankans um nokkurra mánaða skeið. Ekki náðist í fyrirtækjasvið Landsbankans til að leita eftir svörum á því hvenær hluturinn yrði formlega tekinn yfir af bankanum. Þegar það verður munu bankarnir stýra sjötíu prósentum af hlutafé Icelandair Group. Markaðir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
„Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu," segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórnarmaður í Icelandair Group. Félögin áttu 39 prósenta hlut í Icelandair Group í tvö ár þar til í fyrradag þegar Íslandsbanki nýtti utanþáguheimild Fjármálaeftirlitsins og tók hann með veðkalli. Erlendir fjárfestar og fyrirtæki, einn frá Bandaríkjunum en hinir evrópskir, höfðu áhuga á að kaupa hlut félaganna í Icelandair Group. Því til viðbótar hafði norræna flugfélagið SAS viðrað áhuga á því ári fyrr. Áhuga hinna varð vart þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi í fyrra. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Einar og fjölskylda hans hafi verið mótfallin öllum hugmyndum um sölu á Icelandair-hlutnum út fyrir landsteina í hendur erlendra aðila. Var því afráðið að sitja af sér hremmingar í efnahagslífinu í stað þess að draga úr áhættunni og selja hlutinn. Viðræður voru þegar hafnar við Glitni (nú Íslandsbanka) um endurskipulagningu Máttar í kjölfar þeirra vandræða sem Milestone, félag bræðranna Karl og Steingríms Wernerssona, hafði ratað í. „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við útlönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði landsins," segir Einar og bætir við að viðræður hafi aldrei farið af stað. Gengi bréfa Icelandair Group stóð í 27,75 krónum á hlut í byrjun síðasta árs en var komið niður í 13,10 í lok þess. Verðmæti eignarhlutar félaga bræðranna fór úr 10,5 milljörðum króna niður í fimm milljarða í árslok. Samkvæmt yfirtökuverði Íslandsbanka, sem miðaðist við lokagengi bréfa í félaginu á föstudag, nemur heildarverðmætið 1,7 milljörðum króna. Einar segir stjórnendur félagsins ósátta við yfirtökuna. Hins vegar verði hvorki farið í mál við Íslandsbanka vegna málsins né mats krafist á yfirtökuverðinu þar sem ákvörðun bankans um yfirtöku byggðist á lánasamningi. Íslandsbanki varð umsvifamesti hluthafi Icelandair Group í kjölfar yfirtökunnar á mánudagsmorgun og situr nú á 47 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu. Sömu örlög eru sögð bíða Langflugs ehf, næststærsta hluthafa Icelandair Group sem á tæplega 24 prósenta hlut. Þar um borð eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem á tvo þriðju hluta á móti fjárfestingarfélaginu Gift. Eftir því sem næst verður komist þraut félagið örendi vegna skulda og hafði verið stýrt með óformlegum hætti úr höfuðstöðvum Landsbankans um nokkurra mánaða skeið. Ekki náðist í fyrirtækjasvið Landsbankans til að leita eftir svörum á því hvenær hluturinn yrði formlega tekinn yfir af bankanum. Þegar það verður munu bankarnir stýra sjötíu prósentum af hlutafé Icelandair Group.
Markaðir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira