Litli-Straumur rís úr rústum Straums Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 3. júní 2009 00:01 Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk íslenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstudag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti takist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bankinn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innlánsreikningum gæti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 prósenta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Holdings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu ársuppgjörsins. Markaðir Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk íslenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstudag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti takist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bankinn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innlánsreikningum gæti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 prósenta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Holdings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu ársuppgjörsins.
Markaðir Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent