Stjörnumenn eru byrjaðir að hita upp fyrir úrslitaleikinn í bikarkeppni karla sem verður gegn KR í Laugardalshöll um helgina.
Nokkrir Stjörnumenn hafa sett saman myndband þar sem Páll Ásgrímur Jónsson, betur þekktur sem Páló, er í aðalhlutverki ásamt Teiti Örlygssyni þjálfara sem og leikmönnum Stjörnunnar í meistaraflokki karla Páló er einn helsti stuðningsmaður Stjörnunnar og lætur sig sannarlega ekki vanta um helgina.
Myndbandið er endurgerð á frægri auglýsingu frá Icelandair þar sem Ari Matthíasson lék mann sem dreymdi um að leika með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
Myndbandið má sjá hér.