Portúgalinn Jose Bosingwa verður ekki í leikmannahópi Chelsea á morgun er liðið tekur á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni.
Bakvörðurinn er í vandræðum með hnéð á sér og spilar því ekki fyrsta leik sinn í keppninni á morgun. Hann er nýkominn úr tveggja leikja banni sem hann fékk eftir hasarinn við norska dómarann Tom Henning Övrebo.
Bosingwa meiddist í leiknum gegn Aston Villa. Fastlega er búist við því að Branislav Ivanovic taki sæti hans í liðinu.