Körfubolti

Þurftum kannski á tapinu að halda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Haukaliðsins.
Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Haukaliðsins. Mynd/Anton

„Við þurftum kannski á þessu tapi að halda til að berja okkur saman og ég er alveg rosalega stoltur af öllum stelpunum," sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka eftir 68-64 sigur á KR í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

KR vann níu stiga sigur á Ásvöllum í fyrsta leiknum og hefði aðeins verið einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum hefði liðið unnið leikinn í kvöld. Nú er staðan jöfn, 1-1, og næsti leikur er á heimavelli Hauka á fimmtudaginn.

„Við unnum fimmtán leiki í röð í vetur og þá hljótum við að geta unnið þrjá í röð," sagði Yngvi sem vildi þó alls ekki draga úr styrkleika mótherjanna úr vesturbænum.

"Það er rosalegur stígandi í KR-liðinu og þetta er orðið lið sem þarf að vinna eftir jól. Það er því líkt stemmning í þeim og þetta er bara gaman," sagði Yngvi sem var ekkert að stressa sig þótt að KR-liðið hafi étið upp forskot Haukaliðsins á lokamínútum.

„Mér fannst við alltaf vera að stýra leiknum en um leið að þær fóru að skora úr hraðaupphlaupum þá varð þetta alltaf hættulegt. Um leið og við náðum að setja upp vörnina okkar á hálfum velli þá voru þær í tómum vandræðum," sagði Yngi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×