Gatið hægra megin 27. nóvember 2009 06:00 Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun