32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum þar sem Grindavík og Snæfell komumst auðveldlega áfram í 16-liða úrslitin.
Grindavík vann í bræðraslag gegn ÍG í Röstinni en „stóri bróðir" í Grindavík sýndi „litla bróður" í ÍG enga miskun og vann 77-147 stórsigur. Þorleifur Ólafsson var stigahæstur hjá Grindavík með 30 stig en Ólafur Ólafsson kom næstur með 27 stig.
Snæfell vann 49-122 sigur gegn Álftanesi á Álftanesi en staðan í hálfleik var 22-59.