Fótbolti

Áhyggjur útaf svínaflensu fyrir leik Dynamo Kiev og Inter í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mario Balotelli í leik með Inter gegn Chelsea.
Mario Balotelli í leik með Inter gegn Chelsea. Nordic photos/AFP

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur fyrirskipað að leikur Inter og Dynamo Kiev fari fram í Kænugarði í kvöld.

Stjórnvöld í Úkraínu voru búin að hóta því að leiknum yrði frestað vegna skæðs svínaflensu faraldri sem nú skekur landið en þegar hafa um 70 manns dáið úr flensu tengdum tilfellum.

Yfirmaður íþróttamála hjá Kiev staðfesti á mánudag að í það minnsta yrði sóttvarnargrímum dreift til stuðningsmanna við inngönguhlið vallarins og útilokaði þá ekki að í versta falli yrði leikurinn leikinn fyrir luktum dyrum.

Inter er einnig að glíma við svínaflensu en talið er næsta víst að framherjinn Mario Balotelli muni missa af leiknum vegna svínaflensu. Inter er á botni riðilsins og hefur enn ekki unnið leik og þarf því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×