Liverpool og Chelsea mætast enn og aftur í Meistaradeildinni en dregið var í átta liða og undanúrslit nú rétt áðan.
Liverpool byrjar á heimavelli að þessu sinni. Man. Utd lenti gegn Porto og Arsenal fékk Villarreal. Margir fagna eflaust þessum drætti því hann þýðir að Liverpool og Man. Utd eiga möguleika á að mætast í úrslitum.
Fyrri leikir átta liða úrslitanna verða spilaðir 7. og 8. apríl og seinni leikirnir viku síðar. Undanúrslitaleikirnir fara síðan fram 28. og 29. apríl sem og 5. og 6. maí. Sjálfur úrslitaleikurinn fer síðan fram í Róm þann 27. maí.
Átta liða úrslit (fyrri liðið á heimaleik á undan):
Villarreal - Arsenal
Man. Utd - Porto
Liverpool - Chelsea
Barcelona - FC Bayern
Undanúrslit (fyrri lið munu spila heima á undan):
Man. Utd/Porto - Villarreal/Arsenal
Barcelona/FC Bayern - Liverpool/Chelsea