Yaya Toure, leikmaður Barcelona, segir að hann sé í besta liði í Evrópu í dag. Börsungar unnu 4-0 sigur á Bayern München í Meistaradeildinni í gær og eru í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
„Við sáum lið sem er þétt, spilar góða knattspyrnu og skorar mikið af góðum mörkum," sagði Toure eftir sigur sinna manna í gær. „Messi, Henry og Eto'o eru þrír bestu framherjarnir í heiminum í dag."
Toure segir þrátt fyrir þetta að þeir séu enn ekki öruggir með sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
„Bayern er eitt stærsta félag Evrópu og þeir munu gera okkur lífið erfitt í síðari leiknum. Við þurfum að skora tvö til þrjú mörk til viðbótar til að gera út um leikinn."