Barcelona vann Meistaradeildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. maí 2009 17:37 Puyol lyftir bikarnum í leikslok. Nordic Photos/Getty Images Barcelona er Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum í Róm. Það voru þeir Samuel Eto´o og Lionel Messi sem skoruðu mörk Barcelona í leiknum. United byrjaði betur en Barca skoraði úr sinni fyrstu sókn. Það slokknaði á United fljótlega eftir það og liðið komst aldrei aftur í gang. Leiknum var lýst beint á Vísi og má sjá þá lýsingu hér að neðan. Leik lokið: Barcelona er Evrópumeistari. 90+2. mín: Pedro Rodriguez kemur inn fyrir Iniesta sem átti flottan leik. Eiður Smári fær væntanlega ekki að taka þátt í þessum leik. 90. mín: Þremur mínútum bætt við venjulega leiktíma. Barca er að landa þessu. 87. mín: Berbatov fær kjörið tækifæri til þess að minnka muninn en skalli hans er ævintýralega slakur. 85. mín: United þarf nýtt Nou Camp-ævintýri ef liðið ætlar sér að verja titilinn. 81. mín: Scholes fær gult spjald eftir groddalega tæklingu á Busquets. 78. mín: Ronaldo fær gult spjald. Uppsafnað hjá honum en Portúgalinn er orðinn pirraður eins og fleiri leikmenn United. 75. mín: Scholes kemur inn fyrir Giggs sem gat ekkert í þessum leik. 74. mín: Puyol í fínu færi er hann skallar af stuttu færi. Skallinn fer beint í belginn á Van der Sar. Dekkningin enn að klikka hjá United. 72. mín: United í stórsókn og Ronaldo nálægt því að skora. Tíminn að renna út fyrir Man. Utd. 71. mín: Seydou Keita kemur inn fyrir Henry. 70. mín: Þegar United var að ná tökum á leiknum þá skorar Barcelona aftur. Það gerði Lionel Messi og meira að segja með skalla !!! Xavi með glæsilega sendingu í teiginn, þar var Rio Ferdinand í fuglaskoðun og gætti ekki að Messi sem skallaði auðveldlega í markið. 2-0 fyrir Barcelona. 66. mín: Park fer af velli fyrir Dimitar Berbatov. Park duglegur en skilaði litlu. Berbatov verður örugglega ekki duglegur en vonandi fyrir stuðningsmenn Man. Utd mun hann skila einhverju. 63. mín: Rooney að verða pirraður. Fær lítið boltann til þess að gera Sylvinho lífið leitt. 60. mín: Gengur ekkert hjá United að skapa gegn brothættri vörn Barcelona. Tevez kemst ekki í takt og Rooney og Giggs eru ekki með í leiknum. 56. mín: United er loksins mætt til leiks í síðari hálfleik. Byrja að sækja en markið vantar. 53. mín: Xavi með skot í stöng úr aukaspynu sem var rétt fyrir utan teig. United stálheppið. 51. mín: Messi vill fá víti en ekkert dæmt. Barca að byrja síðari hálfleikinn mun betur. 49. mín: Henry kemst í dauðafæri en Van der Sar ver vel. 46. mín: Ferguson gerir strax breytingu á sínu liði. Hann tekur Anderson af velli og setur Carlos Tevez inn á völlinn. Hálfleikur: Barcelona leiðir með einu marki í leikhléi. Börsungar áttu síðustu mínútur hálfleiksins og náðu að ógna nokkuð en án þess að skapa sér góð færi. United gaf allt of mikið eftir í hálfleiknum og þarf að girða sig verulega í brók fyrir síðari hálfleik. 41. mín: Sóknarleikur United í molum og menn á hælunum. Barca fer sér í engu óðslega og verst vel. 37. mín: Carles Puyol lætur til sín taka í sókninni enda fær hann að valsa óáreittur hvað eftir annað upp vænginn. 34. mín: Ekki sami kraftur í United og í upphafi leiksins. Vantar meiri hraða, hreyfingu og kraft þessar mínúturnar. Barca með þetta í öruggum höndum eins og er. 30. mín: Rólegt í augnablikinu. United ekki að skapa eins mikið og það var að gera. Börsungar ógna með hraða sínum en vörn United heldur þeim í skefjum. 27. mín: Barcelona fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Xavi tók spyrnuna en hitti ekki markið. 21. mín: Ronaldo heldur áfram að ógna. Enn eitt skotið frá honum en framhjá. 19. mín: Fyrsta lífsmarkið hjá Lionel Messi. Hann fær allt of mikinn tíma fyrir utan teiginn, lætur vaða og skotið rétt yfir. 17. mín: Giggs tók aukaspyrnuna sem fór rétt yfir markið. 15. mín: Fyrsta spjaldið. Pique stöðvar Ronaldo sem fór illa með hann og var að sleppa í gegn. Aukaspyrna á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teiginn. 13. mín: Markið hefur eðlilega slegið leikmenn Man. Utd út af laginu. Nú er það Barcelona sem að sækir. 10. mín: Barcelona ekki verið með í leiknum en skorar í sinni fyrstu sókn. Eto´o fær boltann frá Iniesta, leikur á Vidic og skorar með skoti á nærstöng. Þessi byrjun leiksins er lyginni líkust. 1-0 fyrir Barcelona. 9. mín: Ronaldo með skot rétt framhjá í teignum. Barcelona ekki með í leiknum og yfirburðir United algjörir. 7. mín: Ronaldo spilar einn í fremstu víglínu og er gríðarlega einbeittur. Sækir boltann, snýr sér við og lætur vaða af 25 metra færi. 6. mín: Leikurinn róaðist eftir þetta færi. United heldur boltanum vel og stýrir ferðinni. Barcelona hefur ekki enn náð sókn í leiknum. 2. mín: Ronaldo með skot úr aukaspyrnu af 32 metra færi. Valdes heldur ekki boltanum og Barca heppið að United náði ekki frákastinu. Strax stórhætta. 1. mín: Leikurinn er hafinn og það er svakaleg stemning á vellinum í Rómarborg. Draumaúrslitaleikurinn stendur vonandi undir nafni. Fyrir leik: United leikur í hvítum búningum en Barcelona í sínum hefðbundnu. Sama staða var upp á teningnum þegar liðin mættust í úrslitum Evópukeppnis bikarhafa fyrir hátt í 20 árum síðan. Þá vann United, 2-0, með mörkum frá Mark Hughes. Hann er ekki í leikmannahópi Man. Utd í dag. Fyrir leik: Mikil skrautsýning í gangi á vellinum á meðan leikmenn standa í göngunum klárir í slaginn. Blindi stórsöngvarinn Andrea Bocelli tekur lagið á meðan það er labbað með bikarinn á út á völlinn. Leikmenn liðanna fylgja í kjölfarið. Fyrir leik: Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport hafa spáð í leikinn. Tómas Ingi Tómasson spáir 3-2 fyrir Man. Utd. Heimir Guðjónsson segir að staðan verði 2-2 eftir venjulegan leiktíma, 3-3 eftir framlengingu og að Valdes klári svo leikinn í vítakeppninni fyrir Barcelona. Fyrir leik: 1-0 fyrir United. Leikmenn United mættu á staðinn í glæsilegum jakkafötum á meðan leikmenn Barca mættu í póló-bolum. Meiri klassi yfir United þar og þeir fá fyrsta stig kvöldsins. Fyrir leik: Cristiano Ronaldo hefur átt flest skot allra leikmanna í Meistaradeildinni á markið sem og framhjá markinu. United hefur fengið fæst mörk allra liða á sig í keppninni, 6, og margir spá því að úrslit leiksins ráðist á því hversu vel vörn United mun standa sig. Fyrir leik: Frakkinn Marcel Desailly spáir Barcelona sigri. Hann segir að Barca hafi eitthvað aukalega til þess að klára þennan leik. Fyrir leik: Eiður Smári er í leikmannahópi Barcelona í kvöld og byrjar á bekknum. Hann fær vonandi til þess að spreyta sig og yrði um leið fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fyrir leik: Allir leikmennirnir sem voru tæpir eru með og í byrjunarliðinu. Það er Rio Ferdinand hjá Man. Utd og svo þeir Henry og Iniesta hjá Barcelona. Byrjunarlið Man. Utd: Van der Sar, Evra, Ferdinand, Ronaldo, Anderson, Rooney, Giggs, Park, Vidic, Carrick, O´Shea. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Pique, Puyol, Xavi, Iniesta, Eto´o, Messi, Henry, Sylvinho, Toure, Busquets. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Barcelona er Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum í Róm. Það voru þeir Samuel Eto´o og Lionel Messi sem skoruðu mörk Barcelona í leiknum. United byrjaði betur en Barca skoraði úr sinni fyrstu sókn. Það slokknaði á United fljótlega eftir það og liðið komst aldrei aftur í gang. Leiknum var lýst beint á Vísi og má sjá þá lýsingu hér að neðan. Leik lokið: Barcelona er Evrópumeistari. 90+2. mín: Pedro Rodriguez kemur inn fyrir Iniesta sem átti flottan leik. Eiður Smári fær væntanlega ekki að taka þátt í þessum leik. 90. mín: Þremur mínútum bætt við venjulega leiktíma. Barca er að landa þessu. 87. mín: Berbatov fær kjörið tækifæri til þess að minnka muninn en skalli hans er ævintýralega slakur. 85. mín: United þarf nýtt Nou Camp-ævintýri ef liðið ætlar sér að verja titilinn. 81. mín: Scholes fær gult spjald eftir groddalega tæklingu á Busquets. 78. mín: Ronaldo fær gult spjald. Uppsafnað hjá honum en Portúgalinn er orðinn pirraður eins og fleiri leikmenn United. 75. mín: Scholes kemur inn fyrir Giggs sem gat ekkert í þessum leik. 74. mín: Puyol í fínu færi er hann skallar af stuttu færi. Skallinn fer beint í belginn á Van der Sar. Dekkningin enn að klikka hjá United. 72. mín: United í stórsókn og Ronaldo nálægt því að skora. Tíminn að renna út fyrir Man. Utd. 71. mín: Seydou Keita kemur inn fyrir Henry. 70. mín: Þegar United var að ná tökum á leiknum þá skorar Barcelona aftur. Það gerði Lionel Messi og meira að segja með skalla !!! Xavi með glæsilega sendingu í teiginn, þar var Rio Ferdinand í fuglaskoðun og gætti ekki að Messi sem skallaði auðveldlega í markið. 2-0 fyrir Barcelona. 66. mín: Park fer af velli fyrir Dimitar Berbatov. Park duglegur en skilaði litlu. Berbatov verður örugglega ekki duglegur en vonandi fyrir stuðningsmenn Man. Utd mun hann skila einhverju. 63. mín: Rooney að verða pirraður. Fær lítið boltann til þess að gera Sylvinho lífið leitt. 60. mín: Gengur ekkert hjá United að skapa gegn brothættri vörn Barcelona. Tevez kemst ekki í takt og Rooney og Giggs eru ekki með í leiknum. 56. mín: United er loksins mætt til leiks í síðari hálfleik. Byrja að sækja en markið vantar. 53. mín: Xavi með skot í stöng úr aukaspynu sem var rétt fyrir utan teig. United stálheppið. 51. mín: Messi vill fá víti en ekkert dæmt. Barca að byrja síðari hálfleikinn mun betur. 49. mín: Henry kemst í dauðafæri en Van der Sar ver vel. 46. mín: Ferguson gerir strax breytingu á sínu liði. Hann tekur Anderson af velli og setur Carlos Tevez inn á völlinn. Hálfleikur: Barcelona leiðir með einu marki í leikhléi. Börsungar áttu síðustu mínútur hálfleiksins og náðu að ógna nokkuð en án þess að skapa sér góð færi. United gaf allt of mikið eftir í hálfleiknum og þarf að girða sig verulega í brók fyrir síðari hálfleik. 41. mín: Sóknarleikur United í molum og menn á hælunum. Barca fer sér í engu óðslega og verst vel. 37. mín: Carles Puyol lætur til sín taka í sókninni enda fær hann að valsa óáreittur hvað eftir annað upp vænginn. 34. mín: Ekki sami kraftur í United og í upphafi leiksins. Vantar meiri hraða, hreyfingu og kraft þessar mínúturnar. Barca með þetta í öruggum höndum eins og er. 30. mín: Rólegt í augnablikinu. United ekki að skapa eins mikið og það var að gera. Börsungar ógna með hraða sínum en vörn United heldur þeim í skefjum. 27. mín: Barcelona fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Xavi tók spyrnuna en hitti ekki markið. 21. mín: Ronaldo heldur áfram að ógna. Enn eitt skotið frá honum en framhjá. 19. mín: Fyrsta lífsmarkið hjá Lionel Messi. Hann fær allt of mikinn tíma fyrir utan teiginn, lætur vaða og skotið rétt yfir. 17. mín: Giggs tók aukaspyrnuna sem fór rétt yfir markið. 15. mín: Fyrsta spjaldið. Pique stöðvar Ronaldo sem fór illa með hann og var að sleppa í gegn. Aukaspyrna á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teiginn. 13. mín: Markið hefur eðlilega slegið leikmenn Man. Utd út af laginu. Nú er það Barcelona sem að sækir. 10. mín: Barcelona ekki verið með í leiknum en skorar í sinni fyrstu sókn. Eto´o fær boltann frá Iniesta, leikur á Vidic og skorar með skoti á nærstöng. Þessi byrjun leiksins er lyginni líkust. 1-0 fyrir Barcelona. 9. mín: Ronaldo með skot rétt framhjá í teignum. Barcelona ekki með í leiknum og yfirburðir United algjörir. 7. mín: Ronaldo spilar einn í fremstu víglínu og er gríðarlega einbeittur. Sækir boltann, snýr sér við og lætur vaða af 25 metra færi. 6. mín: Leikurinn róaðist eftir þetta færi. United heldur boltanum vel og stýrir ferðinni. Barcelona hefur ekki enn náð sókn í leiknum. 2. mín: Ronaldo með skot úr aukaspyrnu af 32 metra færi. Valdes heldur ekki boltanum og Barca heppið að United náði ekki frákastinu. Strax stórhætta. 1. mín: Leikurinn er hafinn og það er svakaleg stemning á vellinum í Rómarborg. Draumaúrslitaleikurinn stendur vonandi undir nafni. Fyrir leik: United leikur í hvítum búningum en Barcelona í sínum hefðbundnu. Sama staða var upp á teningnum þegar liðin mættust í úrslitum Evópukeppnis bikarhafa fyrir hátt í 20 árum síðan. Þá vann United, 2-0, með mörkum frá Mark Hughes. Hann er ekki í leikmannahópi Man. Utd í dag. Fyrir leik: Mikil skrautsýning í gangi á vellinum á meðan leikmenn standa í göngunum klárir í slaginn. Blindi stórsöngvarinn Andrea Bocelli tekur lagið á meðan það er labbað með bikarinn á út á völlinn. Leikmenn liðanna fylgja í kjölfarið. Fyrir leik: Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport hafa spáð í leikinn. Tómas Ingi Tómasson spáir 3-2 fyrir Man. Utd. Heimir Guðjónsson segir að staðan verði 2-2 eftir venjulegan leiktíma, 3-3 eftir framlengingu og að Valdes klári svo leikinn í vítakeppninni fyrir Barcelona. Fyrir leik: 1-0 fyrir United. Leikmenn United mættu á staðinn í glæsilegum jakkafötum á meðan leikmenn Barca mættu í póló-bolum. Meiri klassi yfir United þar og þeir fá fyrsta stig kvöldsins. Fyrir leik: Cristiano Ronaldo hefur átt flest skot allra leikmanna í Meistaradeildinni á markið sem og framhjá markinu. United hefur fengið fæst mörk allra liða á sig í keppninni, 6, og margir spá því að úrslit leiksins ráðist á því hversu vel vörn United mun standa sig. Fyrir leik: Frakkinn Marcel Desailly spáir Barcelona sigri. Hann segir að Barca hafi eitthvað aukalega til þess að klára þennan leik. Fyrir leik: Eiður Smári er í leikmannahópi Barcelona í kvöld og byrjar á bekknum. Hann fær vonandi til þess að spreyta sig og yrði um leið fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fyrir leik: Allir leikmennirnir sem voru tæpir eru með og í byrjunarliðinu. Það er Rio Ferdinand hjá Man. Utd og svo þeir Henry og Iniesta hjá Barcelona. Byrjunarlið Man. Utd: Van der Sar, Evra, Ferdinand, Ronaldo, Anderson, Rooney, Giggs, Park, Vidic, Carrick, O´Shea. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Pique, Puyol, Xavi, Iniesta, Eto´o, Messi, Henry, Sylvinho, Toure, Busquets.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira