Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, sagði að sínir menn hafði ekki spilað neitt sérstaklega vel þegar að liðið vann 1-0 sigur á ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Dirk Kuyt skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleiks eftir að hann fylgdi eftir skoti Fernando Torres sem var varið.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var nokkuð sáttur við sína menn. „Við fengum þrjú eða fjögur ágæt færi og þetta hefði verið einfaldara hefðum við nýtt færin okkar,“ sagði Benitez. „En þetta fór 1-0 og það mikilvæga var að við fengum þrjú stig.“