Eiður Smári: Barcelona hefur aldrei verið hrætt við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2009 14:45 Eiður Smári Guðjohnsen kom fram fyrir hönd Barcelona á blaðamannfundi í dag. Mynd/GettyImages Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira