Eiður Smári: Barcelona hefur aldrei verið hrætt við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2009 14:45 Eiður Smári Guðjohnsen kom fram fyrir hönd Barcelona á blaðamannfundi í dag. Mynd/GettyImages Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira