Það verður seint sagt að það ríki bjartsýni hjá þjálfara Debrecen, Andras Herczeg, fyrir leikinn gegn Lyon í Meistaradeildinni. Hann er nánast búinn að bóka tap fyrir leikinn.
„Þetta hefur verið góð reynsla fyrir okkar lið. Við höfum lært mikið og viljum koma aftur á næsta ári og gera betur," sagði Herczeg.
„Við vorum minnsta liðið í riðlinum og höfðum engu að tapa. Lyon mun örugglega vinna okkur í kvöld en við munum gera okkar besta til að gera þeim erfitt fyrir."