Fótbolti

Stuðningsmaður United stunginn í Róm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ítalskur og breskur lögregluþjónn í Róm í morgun.
Ítalskur og breskur lögregluþjónn í Róm í morgun. Nordic Photos / AFP

34 ára gamall stuðningsmaður Manchester United var stunginn í fótinn í Róm snemma í morgun. United mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Róm í kvöld.

Maðurinn hefur þegar verið útskrifaður af sjúkrahúsi en hann sagði að fjórir menn hefðu ráðist á sig skammt frá hóteli sínu. Talsmaður sjúkrahússins þar sem hann dvaldi sagði í samtali við breska fjölmiðla að meiðsli mannsins væru ekki alvarleg.

Þá sagði lögreglan í Róm að tveir Bretar voru handteknir fyrir ólæti. Þeir voru sagðir drukknir en bann við sölu á áfengi í miðbæ Rómar sem og í nágrenni við Ólympíuleikvanginn er í fullu gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×