Dick Advocaat, núverandi þjálfari belgíska landsliðsins, hefur tekið við þjálfarastöðunni hjá AZ Alkmaar af Ronald Koeman sem var rekinn frá hollenska úrvalsdeildarliðinu um helgina.
Advocaat heldur áfram að þjálfa landslið Belgíu og er samningur hans aðeins út tímabilið. Belgum mistókst að komast á HM í Suður-Afríku og því gaf belgíska knattspyrnusambandið Advocaat leyfi að þjálfa annað lið fram á vor.
Dick Advocaathefur störf á morgun en í kvöld mætir AZ liði Standard Liege í Meistaradeildinni. Leikurinn skiptir liðið máli þó að það eigi ekki möguleika á að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar því sigur kemur AZ inn í Evrópudeildina.
Koeman hélst aðeins í starfinu í hálft tímabil en hann tók við liðinu af Louis van Gaal sem gerði AZ að hollenskum meisturum á síðasta tímabili en fór síðan yfir til Bayern í sumar.
Advocaat gerði Zenit St. Petersburg að UEFA-meisturum 2008 og hefur einnig þjálfað hollenska landsliðið, PSV Eindhoven og Rangers.
Dick Advocaat er orðinn þjálfari AZ Alkmaar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
