Staðan í einvígi Hamars og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna er orðin jöfn 1-1 eftir að Hamar vann góðan 53-41 sigur í baráttuleik í Hveragerði.
Næsti leikur í einvíginu er á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 19:15 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin og mætir þar annað hvort Keflavík eða KR.
Næsti leikur í þeirri rimmu er á dagskrá í DHL Höllinni annað kvöld og KR er þar 1-0 eftir sigur í fyrsta leiknum í Keflavík í gærkvöld.
Hamar-Haukar 53-41 (23-20)
Stig Hamars: Julia Demirer 16 (18 frák.), Lakiste Barkus 13 (9 frák., 5 stoðs.), Íris Ásgeirsdóttir 10, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 2.
Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 12 (8/8 í vítum), Slavica Dimovska 10, Moneka Knight 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7, Helena Hólm 4.