Ítalska félagið Inter segir að ásakanir gegn þjálfara félagsins, Jose Mourinho, séu rangar. Hann sé saklaus.
Það er hermt að Mourinho hafi lent í handalögmálum við stuðningsmann Man. Utd þegar hann yfirgaf Old Trafford eftir leikinn gegn Man. Utd í gær.
„Eftir leikinn í gær gaf Mourinho blaðamönnum viðtöl, gaf eiginhandaráritanir, horfði á vítaspyrnukeppnina í leik Roma og Arsenal og fór svo og hitti Sir Alex á skrifstofu hans," segir í yfirlýsingu frá Inter.
„Eftir að hafa gefið Inter-sjónvarpsstöðinni síðasta viðtalið gekk hann upp í rútuna og það gekk allt smurt og rólega fyrir sig."