Körfubolti

Hildur setur met með því að spila sinn sjöunda oddaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir hefur tekið þátt í sex oddaleikjum.
Hildur Sigurðardóttir hefur tekið þátt í sex oddaleikjum. Mynd/Valli

Einn leikmaður úrslitaleiks Hauka og KR um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta er langt frá því að vera í þessari stöðu í fyrsta sinn. Þvert á móti mun Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, skrifar sig inn í metabækurnar á Ásvöllum.

Hildur setur nefnilega met í kvöld þegar hún tekur þátt í sínum sjöunda oddaleik á ferlinum. Hildur hefur spilað fimm af þessum leikjum og unnið þá alla en eina tapið kom í oddaleik þar sem hún fékk ekki að fara inn á völlinn - í lokaúrslitum árið 2000.

Hildur jafnar einnig ásamt systur sinni Guðrúnu Örnu afrek Guðbjargar Norðfjörð og Kristínar Bjarkar Jónsdóttur með því að taka þátt í sínum þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Hildur spilaði reyndar bara annan leikinn og Guðbjörg og Kristrín verða því áfram þær einu sem hafa spilað þrjá oddaleiki um Íslandsmeistaratitilinn. Guðrún Arna kom ekki inn á í hinum tveimur oddaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn.

Hildur þarf líka aðeins eitt stig til að verða sú kona sem hefur skorað flest stig í oddaleikjum í úrslitakeppni kvenna en hún hefur skorað 15,2 stig að meðaltali í þeim 5 leikjum sem hún hefur spilað. Hildur er jöfn Helgu Þorvaldsdóttur fyrir leikinn en báðar hafa þær skorað 76 stig.

Flestir oddaleikir í úrslitakeppni kvenna:

1. Hildur Sigurðardóttir 6 (5 sigrar)

1. Helga Þorvaldsdóttir 6 (3 sigrar)

1. Anna María Sveinsdóttir 6 (5 sigrar)

1. Hanna Björg Kjartansdóttir 6 (4 sigrar)

5. Guðbjörg Norðfjörð 5 (2 sigrar)

5. Alda Leif Jónsdóttir 5 (1 sigur)

5. Birna Valgarðsdóttir 5 (4 sigrar)

5. Kristín Blöndal 5 (4 sigrar)

5. Hafdís Helgadóttir 5 (0 sigrar)

5. Guðrún Arna Sigurðardóttir 5 (4 sigrar)

Flest stig í oddaleikjum í úrslitakeppni kvenna:

1. Hildur Sigurðardóttir 76 (15,2 í leik)

1. Helga Þorvaldsdóttir 76 (12,7 í leik)

3. Anna María Sveinsdóttir 75 (12,5 í leik)

4. Signý Hermannsdóttir 72 (18,0 í leik)

5. Guðbjörg Norðfjörð 58 (11,6 í leik)

6. Hanna Björg Kjartansdóttir 49 (8,2 í leik)

7. Alda Leif Jónsdóttir 45 (9,0 í leik)

7. Sigrún Ámundadóttir 45 (11,3 í leik)

9. Birna Valgarðsdóttir 44 (8,8 í leik)

10. Helena Sverrisdóttir 42 (21 í leik)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×