Grindavík vann í kvöld góðan sigur á Keflavík, 67-63, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Þetta var fjórði sigur Grindavíkur í röð í deildinni en Keflavík hefur verið á fínu skriði í deildinni og vann sterkt lið Hamars í síðustu umferð.
Jafnræði var með liðunum allan leikinn en staðan í hálfleik var 33-32, Grindavík í vil.
Keflavík komst yfir, 63-61, þegar tvær mínútur voru eftir en Grindavík skoraði síðustu sex stig leiksins og fagnaði þar með sigri.
Stig Grindavíkur: Jovana Lilja Stefánsdóttir 27, Michele DeVault 15, Helga Hallgrímsdóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9, Mary Jean Lerry F. Sicat 6.
Stig Keflavíkur: Kristi Smith 23, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Rannveig Randversdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5, Svava Ósk Stefánsdóttir 4, Hrönn Þorgrímsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 2.