Golf

Spennan er mikil hjá stelpunum eftir fyrri níu á degi tvö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir er ennþá efst í kvennaflokki.
Valdís Þóra Jónsdóttir er ennþá efst í kvennaflokki. Mynd/Golfsamband Íslands

Það er mikil spenna er í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem nú stendur yfir á Grafarholtsvelli. Aðeins munar 5 höggum á efstu 12 keppendunum.

Að loknum níu holum í dag er Skagastúlkan Valdís Þóra Jónsdóttir í efsta sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK er í öðru sæti, einu höggi á eftir og síðan koma þær Signý Arnórsdóttir og Þórdís Geirsdóttir úr GK á samtals 8 höggum yfir pari. Þrjár stúlkur hafa fengið örn í morgun, þær Valdís Þóra, Ásta Birna og Ragna Björk Ólafsdóttir.

Signý Arnórsdóttir úr GK og Nína Björk Geirsdóttir úr GKj lék best á fyrri níu í morgun, voru báðar á pari.

Nú er keppni ný hafin í karlaflokki og er ræst út eftir skori og fer „Tiger-hollið" út klukkan 12:50. Eftir hringinn í dag verður keppendum fækkað og komast 72 efstu áfram í karlaflokki og 18 í kvennaflokki og leika á laugardag og sunnudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×