Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2009 22:30 Jóhannes Árnason var léttur eftir sigur á Hamar í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira