David Taylor, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Evrópu, segir framkomu leikmanna Chelsea eftir leikinn gegn Barcelona í fyrrakvöld þeim til skammar.
Barcelona sló út Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar með marki Andres Iniesta í uppbótartíma. Leikmenn Chelsea voru hins vegar mjög ósáttir við dómara leiksins og létu hann óspart heyra það.
Didier Drogba gekk hvað lengst eftir leik og Jose Bosingwa kallaði hann þjóf í viðtali eftir leik.
„Maður býst við betri hegðun leikmanna í efstu þrepum knattspyrnuheimsins," sagði Taylor. „Það er gríðarlega erfitt starf að vera dómari. Það eina sem ég vel er að þeim sé sýnd meiri virðing."
