Skuldin Dr. Gunni skrifar 5. febrúar 2009 06:00 Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall. Í hvað fóru eiginlega allir þessir peningar? hljóta landsmenn að spyrja sig. Hvað stendur eftir góðærið? Ég sé ekkert nema hálfkláruð risahús úti um allt. Jæja, það er líka ein ofsa flott og „erlendis" Hringbraut og Turninn í Kópavogi. Og slatti af Range Roverum og flatskjáum á okurlánum. Þetta er svo ógeðslega mikið af peningum að ég yrði 320.000 ár að vinna fyrir skuldinni. Lárus Welding þyrfti hins vegar ekki að byrja nema 5.334 sinnum í nýrri vinnu til að eiga fyrir þessu. Ef Sigurður Einarsson myndi einhvern tímann klára sumarhöllina sína í Borgarfirði þyrfti hann bara að selja hana 5.334 sinnum til að eiga fyrir skuldinni. Sumarhöllin og startgjaldið á Lárusi kosta nefnilega það sama: 300 milljónir. Lengi höfum við verið montin af flugeldasturlun okkar um áramót. Túristar koma sérstaklega til að glápa á geðveikina. Síðast sprengdum við fyrir 700 milljónir. Mest er flugeldageðveikin í sirka tvo tíma um miðnætti. Skuldin dygði því fyrir 190 daga samfelldri flugeldaklikkun allan sólarhringinn. Við hefðum alveg eins getað eytt þessu öllu í flugelda. Það hefði að minnsta kosti verið gjaldeyrisskapandi. Áður en skuldamartröðin helltist yfir Ísland var það okkar helsti magaverkur að Ísland myndi vinna Eurovision og við þyrftum að halda keppnina. Það myndi sliga þjóðarbúið, hélt fólk. Miðað við upphæðina sem Rússar áætla að eyða í keppnina í ár (4,2 milljarðar kr.) dugar skuldaupphæð Íslands til að halda Eurovision 381 sinni. Egilshöll bókuð til ársins 2390. Hvernig tókst Íslendingum - 320 þúsund hræðum í útnára, álíka mörgum og íbúum Aurora í Colorado - að eyða öllum þessum peningum svona gjörsamlega út í loftið? Hvernig tókst örþjóð með gjöful fiskimið, jarðvarma og vatnsföll að fokka sínum málum svona ferlega upp, í stað þess til dæmis að byggja upp þjóðfélag þar sem venjuleg dagvinna dugar til að þegnarnir hafi það fínt? Þetta er spurning sem svar verður að fást við áður en maður brettir upp ermarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall. Í hvað fóru eiginlega allir þessir peningar? hljóta landsmenn að spyrja sig. Hvað stendur eftir góðærið? Ég sé ekkert nema hálfkláruð risahús úti um allt. Jæja, það er líka ein ofsa flott og „erlendis" Hringbraut og Turninn í Kópavogi. Og slatti af Range Roverum og flatskjáum á okurlánum. Þetta er svo ógeðslega mikið af peningum að ég yrði 320.000 ár að vinna fyrir skuldinni. Lárus Welding þyrfti hins vegar ekki að byrja nema 5.334 sinnum í nýrri vinnu til að eiga fyrir þessu. Ef Sigurður Einarsson myndi einhvern tímann klára sumarhöllina sína í Borgarfirði þyrfti hann bara að selja hana 5.334 sinnum til að eiga fyrir skuldinni. Sumarhöllin og startgjaldið á Lárusi kosta nefnilega það sama: 300 milljónir. Lengi höfum við verið montin af flugeldasturlun okkar um áramót. Túristar koma sérstaklega til að glápa á geðveikina. Síðast sprengdum við fyrir 700 milljónir. Mest er flugeldageðveikin í sirka tvo tíma um miðnætti. Skuldin dygði því fyrir 190 daga samfelldri flugeldaklikkun allan sólarhringinn. Við hefðum alveg eins getað eytt þessu öllu í flugelda. Það hefði að minnsta kosti verið gjaldeyrisskapandi. Áður en skuldamartröðin helltist yfir Ísland var það okkar helsti magaverkur að Ísland myndi vinna Eurovision og við þyrftum að halda keppnina. Það myndi sliga þjóðarbúið, hélt fólk. Miðað við upphæðina sem Rússar áætla að eyða í keppnina í ár (4,2 milljarðar kr.) dugar skuldaupphæð Íslands til að halda Eurovision 381 sinni. Egilshöll bókuð til ársins 2390. Hvernig tókst Íslendingum - 320 þúsund hræðum í útnára, álíka mörgum og íbúum Aurora í Colorado - að eyða öllum þessum peningum svona gjörsamlega út í loftið? Hvernig tókst örþjóð með gjöful fiskimið, jarðvarma og vatnsföll að fokka sínum málum svona ferlega upp, í stað þess til dæmis að byggja upp þjóðfélag þar sem venjuleg dagvinna dugar til að þegnarnir hafi það fínt? Þetta er spurning sem svar verður að fást við áður en maður brettir upp ermarnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun