Fótbolti

Íslendingar erlendis: Haraldur fékk rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Haraldur í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts
Haraldur Freyr Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið er lið hans á Kýpur, Apollon Limassol, tapaði fyrir APOEL Nikosia á heimavelli, 1-0.

Haraldur fékk að líta sína síðari áminningu í leiknum á 88. mínútu og þar með rautt.

Apollon er í fjórða sæti deildairnnar með 38 stig en Omonia Nikosia og APOEL Nikosia eru efst og jöfn með 57 stig. Anorthosis Famagusta er svo í þriðja sæti með 53 stig.

Heerenveen gerði jafntefli við NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í dag, 1-1. Arnór Smárason kom inn á sem varamaður fyrir fyrrnefnda liðið á 58. mínútu.

Heerenveen er í fimmta sæti deildarinnar með 42 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði AZ.

Þá kom Emil Hallfreðsson inn á sem varamaður á 63. mínútu er Reggina gerði markalaust jafntefli við Palermo á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Reggina er í neðsta sæti deildarinnar með sautján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×