Vogunarsjóðirnir brutu ekki lögin Ingimar Karl Helgason skrifar 21. janúar 2009 07:00 Á ársfundi Seðlabankans í fyrra Í kjölfar vangaveltna um mögulega aðför að fjármálakerfi landsins hóf Fjármálaeftirlitið á því rannsókn með aðstoð erlends eftirlitsaðila. MYND/Fréttablaðið/Anton Fjármálaeftirlitið varð ekki vart við að lög hefðu verið brotin, í rannsókn sinni á því hvort neikvæðum orðrómi hefði verið dreift um íslenskt fjármálakerfi og íslensku bankanna, í fyrravor. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í rannsókninni aflaði erlendur eftirlitsaðili upplýsinga um öll skuldabréfa- og skuldatryggingaviðskipti á ákveðnu tímabili, hjá nokkrum þeim stærstu bönkum sem viðkomandi hefur eftirlit með. Fjármálaeftirlitið nefnir hvorki eftirlitsaðilann né bankana. Fram kom í rannsókninni að sögn Fjármálaeftirlitsins að fjöldi sjóða hefði átt viðskipti með skuldabréf og tryggingar í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Fjármálaeftirlitið segir að þessu hafi verið fylgt eftir og óskaði nánari upplýsinga um viðskipti þeirra sjóða sem bent var á á fyrstu mánuðum síðasta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrra, eftir að skuldatryggingaálag á íslenska ríkið, sem þá var skuldlaust, hækkaði skarpt, að það lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Fram kom á opinberum vettvangi um þær mundir að líklega kæmi fátt af viti, eins og það var orðað, út úr athugun Fjármálaeftirlitsins á þessu. Hins vegar kynni hún að vera gagnleg þar sem það sendi þeim sem kynnu að hagnast á íslenskum óförum þau skilaboð að fylgst væri með. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei nefnt hina rannsökuðu sjóði. Financial Times nefndi snemma í fyrra sjóðina DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelman Partners. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, nefndi svo í viðtali við Markaðinn í apríl fjóra sjóði aðra, Trafalgar, Ako Capital, Cheney og Landsdowne. Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Fjármálaeftirlitið varð ekki vart við að lög hefðu verið brotin, í rannsókn sinni á því hvort neikvæðum orðrómi hefði verið dreift um íslenskt fjármálakerfi og íslensku bankanna, í fyrravor. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í rannsókninni aflaði erlendur eftirlitsaðili upplýsinga um öll skuldabréfa- og skuldatryggingaviðskipti á ákveðnu tímabili, hjá nokkrum þeim stærstu bönkum sem viðkomandi hefur eftirlit með. Fjármálaeftirlitið nefnir hvorki eftirlitsaðilann né bankana. Fram kom í rannsókninni að sögn Fjármálaeftirlitsins að fjöldi sjóða hefði átt viðskipti með skuldabréf og tryggingar í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Fjármálaeftirlitið segir að þessu hafi verið fylgt eftir og óskaði nánari upplýsinga um viðskipti þeirra sjóða sem bent var á á fyrstu mánuðum síðasta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrra, eftir að skuldatryggingaálag á íslenska ríkið, sem þá var skuldlaust, hækkaði skarpt, að það lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Fram kom á opinberum vettvangi um þær mundir að líklega kæmi fátt af viti, eins og það var orðað, út úr athugun Fjármálaeftirlitsins á þessu. Hins vegar kynni hún að vera gagnleg þar sem það sendi þeim sem kynnu að hagnast á íslenskum óförum þau skilaboð að fylgst væri með. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei nefnt hina rannsökuðu sjóði. Financial Times nefndi snemma í fyrra sjóðina DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelman Partners. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, nefndi svo í viðtali við Markaðinn í apríl fjóra sjóði aðra, Trafalgar, Ako Capital, Cheney og Landsdowne.
Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira