Fótbolti

Markasúpa á Camp Nou í kvöld? - tvö markahæstu liðin mætast

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári hefur tekið þátt i því að slá út Bayern.
Eiður Smári hefur tekið þátt i því að slá út Bayern. Mynd/GettyImages

Þótt að margir bíði spenntir eftir leik Liverpool og Chelsea í 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar í kvöld þá er bendir allt til þess að hinn leikur kvöldsins verði mikil skemmtun með fullt af mörkum þegar tvö markahæstu lið Meistaradeildarinnar mætast.

Barcelona tekur á móti þýska liðinu Bayern Munchen en bæði lið hafa skorað 24 mörk í 8 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili eða 3 mörk að meðaltali í leik. Samkvæmt því ættu þau að bjóða upp á sex marka leik í kvöld.

Barcelona er búið að skora 15 mörk í fimm heimaleikjum í Meistaradeildinni í vetur þar af fimm þeirra þegar liðið vann Lyon, 5-2, í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Bayern Munchen hefur skorað í fjórtán útileikjum í röð í Meistaradeildinni og vann portúgalska liðið Sporting Lissabon samanlagt 12-1 í 16 liða úrslitunum.

Barcelona hefur aldrei unnið Bayern í Evrópuleik en á heimasíðu liðsins er þó rifjað upp að einn leikmaður liðsins hafi reynslu af því að slá út Munchen-liðið því Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea sem sló út Bayern í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2004-2005.

Eiður Smári Guðjohnsen hefur tekið þátt í þremur leikjum í Meistaradeildinni og verið inn á í samtals 115 mínútur. Hann á enn eftir að skora en tíu leikmenn Barcelona hafa náð að skora í Meistaradeildinniá þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×