Skálkaskjólið 5. nóvember 2009 06:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun