Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson náði ekki að vinna troðslukeppnina í ár. Hann laut í lægra haldi gegn John Davis úr Ármanni eftir harða keppni.
Báðir fengu þeir 24 stig úr forkeppninni en Ólafur klúðraði einni troðslu í úrslitunum á meðan Davis fékk 12 stig fyrir sína troðslu.
John Davis er því troðslukóngurinn að þessu sinni.
Forkeppni:
1. John Davis 24 stig
2. Ólafur Ólafsson 24 stig
3. Byron Davis 23 stig
4. Christopher Smith 22 stig
5. Semaj Inge 22 stig