Það verða Keflavík og KR sem leika til úrslita í Subway bikar kvenna í körfubolta. Liðin tryggðu sér sæti í úrslitum í dag með stórsigrum í undanúrslitaviðureignunum.
Keflavík vann öruggan sigur á Val 84-53 þar sem Birna Valgarðsdóttir var atkvæðamest hjá Keflavík með 21 stig og 14 fráköst og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 19 stig og hirti 8 fráköst. Signý Hermannsdóttir skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Valsliðið.
KR rótburstaði Skallagrím 109-49. Sigrún Ámundadóttir skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst fyrir KR og Margrét Sturludóttir skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Íris Gunnarsdóttir skoraði 15 stig fyrir Skallagrím.