Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni eftir úrslit kvöldsins. Það nægði Liverpool ekki að vinna Debrecen því Fiorentina vann 1-0 sigur á Lyon á sama tíma og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum.
David N'gog skoraði eina mark Liverpool eftir aðeins fjórar mínútur þegar hann fékk skallasendingu frá Jamie Carragher eftir hornspyrnu og afgreiddi boltann í netið með hælnum.
Juan Vargas skoraði markið mikilvæga fyrir Fiorentina úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik en ítalska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og átti sigurinn skilinn á móti Lyon sem var þegar komið áfram.
Evrópumeistarar Barcelona lengstum illa með lærisveina Jose Mourinho í Inter og unnu öruggan 2-0 sigur. Börsungar eru fyrir vikið komnir í allt aðra og betri stöðu í sínum riðli.
Barcelona er nú með tveggja stiga forskot á Inter og Ruben Kazan sem eru jöfn að stigum. Inter tekur einmitt á móti Rússunum í lokaumferðinni.
Arsenal tryggði sér endanlega sæti í 16 liða úrslitunum með 2-0 sigri á Standard Liege. Standard Liege getur enn náð Olympiacos en þarf þá að treysta á Arsenal í lokaumferðinni.
Stuttgart og Unirea Urziceni mætast í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í næstu umferð eftir að liðin unnu sína leiki í kvöld.
Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:
E-riðill:
Debreceni-Liverpool 0-1 (0-1) Leik lokið
0-1 David N´Gog (4.)
Byrjunarlið Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Kuyt, Lucas, Mascherano, Aurelio, Gerrard, Ngog. Varamenn: Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Kyrgiakos, Spearing, Skrtel, Dossena.
Fiorentina- Lyon 1-0 (1-0) Leik lokið
1-0 Juan Vargas, víti (29.)
F-riðill:
Rubin Kazan-Dynamo Kiev 0-0 Leik lokið
Barcelona-Inter Milan 2-0 (2-0) Leik lokið
1-0 Gerrard Pique (10.), 2-0 Pedro Rodríguez (26.)
Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Puyol, Pique, Abidal, Busquets, Xavi, Keita, Pedrito, Iniesta, Henry. Varamenn: Pinto, Marquez, Ibrahimovic, Messi, Bojan, Maxwell, Jonathan.
Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Chivu, Cambiasso, Zanetti, Motta, Stankovic, Eto'o, Milito. Varamenn: Toldo, Cordoba, Quaresma, Muntari, Vieira, Materazzi, Balotelli.
G-riðill:
Glasgow Rangers-Stuttgart 0-2 (0-1) Leik lokið
0-1 Sebastian Rudy (16.), 0-2 Zdravko Kuzmanovic (59.)
Unirea Urziceni-Sevilla FC 1-0 (1-0) Leik lokið
1-0 Sjálfsmark (45.)
H-riðill:
AZ Alkmaar-Olympiacos 0-0 (0-0) Leik lokið
Arsenal-Standard Liege 2-0 (2-0) Leik lokið
1-0 Samir Nasri (35.), 2-0 Denilson (45.+2)
Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Eboue, Gallas, Vermaelen, Gibbs, Fabregas, Song Billong, Denilson, Nasri, Arshavin, Vela. Varamenn: Mannone, Sagna, Rosicky, Eduardo, Walcott, Silvestre, Traore.