Golf

Valdís með fjögurra högga forskot fyrir lokadag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir í Grafarholtinu. Mynd/Arnþór
Valdís Þóra Jónsdóttir í Grafarholtinu. Mynd/Arnþór

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á 72 höggum á Grafarholtsvellinum í dag, einu yfir pari. Valdís er á 9 yfir pari samtals en hún er með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á morgun.

Það voru góðar aðstæður til golfiðkunar í dag, lítill vindur og grínin auðveldari viðureignar. Valdís náði að auka forskot sitt á toppnum á þessum þriðja hring.

Signý Arnórsdóttir úr GK er önnur á 13 yfir pari en hún lék einnig á 72 höggum í dag. Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK lék á 76 höggum í dag en hún var önnur eftir hringinn í gær, hún er samtals á 14 yfir pari.

Valdís, Signý og Ásta verða í síðasta ráshóp á morgun. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO er í fjórða sæti á 15 höggum yfir pari.

Staða efstu kylfinga eftir þrjá hringi hjá konunum

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 74-76-72   +9

2. Signý Arnórsdóttir, GK 79-75-72   +13

3. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK 75-76-76   +14

4. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO 77-77-74   +15

5. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK 77-77-75   +16

6. Tinna Jóhannsdóttir, GK 78-76-76   +17

7. Berglind Björnsdóttir, GR 78-78-76   +19




Fleiri fréttir

Sjá meira


×