Sigurður Þorvaldsson, leikmaður og þjálfari Snæfells, lætur sér nægja þjálfarastarfið í kvöld þegar liðið sækir Stjörnuna heim í Iceland Express deildinni.
Sigurður hefur verið að glíma við ökkla- og nárameiðsli undanfarið og ákvað að gefa sjálfum sér frí frá því að spila í Garðabænum í kvöld, enda er þegar ljóst að Snæfell getur hvorki endað ofar né neðar en í þriðja sæti deildarinnar.
Vísir verður með beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Snæfells klukkan 19:15.