Rafael Benítez vill fá meira hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 11:11 Rafael Benítez, stjóri Liverpool. Mynd/GettyImages Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira