Sjálfstæðismenn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður 27. mars 2009 09:34 Kristján Þór Júlíusson. Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember. Kristján sagði að í nefndarferlinu hafi menn átt þess kost að hitta um 1500 manns og voru um 30 fundir haldnir víða um land. Síðasti fundurinn var haldinn í gærkvöldi og á máli Kristjáns mátti skilja að skilaboð þess fundar hafi verið mjög skýr. Á fundinum í gær voru komin drög að ályktun en í ljósi „mikilla og gagnlegra" athugasemda sem komu fram í gærkvöli sátu nefndarmennirnir fram á kvöld að semja nýja ályktun. Kristján sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað til talið að aðiild að ESB þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar. Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til breytinga á þeirri afstöðu. Hins vegar væru sterk lýðræðisrök sem mæltu fyrir því að þjóðin fái að tjá sig um málið og því hafi niðurstaðan orðið sú að almennum lögum eigi að breyta til þess að unnt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um það hvort Ísland eigi að sækjast eftir aðildarviðræðum. Í lokorðum Kristjáns kom fram að niðurstaða Evrópunefndarinnar væri tilraun til þess að byggja brú á milli þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi séu um Evrópumálið í Sjálfstæðisflokknum. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að fylgjast með landfundinum í beinni útsendingu. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Björn sammála Evrópunefndinni „Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag. 27. mars 2009 09:48 Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu. 27. mars 2009 10:20 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember. Kristján sagði að í nefndarferlinu hafi menn átt þess kost að hitta um 1500 manns og voru um 30 fundir haldnir víða um land. Síðasti fundurinn var haldinn í gærkvöldi og á máli Kristjáns mátti skilja að skilaboð þess fundar hafi verið mjög skýr. Á fundinum í gær voru komin drög að ályktun en í ljósi „mikilla og gagnlegra" athugasemda sem komu fram í gærkvöli sátu nefndarmennirnir fram á kvöld að semja nýja ályktun. Kristján sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað til talið að aðiild að ESB þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar. Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til breytinga á þeirri afstöðu. Hins vegar væru sterk lýðræðisrök sem mæltu fyrir því að þjóðin fái að tjá sig um málið og því hafi niðurstaðan orðið sú að almennum lögum eigi að breyta til þess að unnt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um það hvort Ísland eigi að sækjast eftir aðildarviðræðum. Í lokorðum Kristjáns kom fram að niðurstaða Evrópunefndarinnar væri tilraun til þess að byggja brú á milli þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi séu um Evrópumálið í Sjálfstæðisflokknum. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að fylgjast með landfundinum í beinni útsendingu.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Björn sammála Evrópunefndinni „Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag. 27. mars 2009 09:48 Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu. 27. mars 2009 10:20 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Björn sammála Evrópunefndinni „Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag. 27. mars 2009 09:48
Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu. 27. mars 2009 10:20