Franck Ribery fær ekki að æfa með félögum sínum í Bayern Munchen að ótta við smithættu en konan hans greindist á dögunum með Svínaflensuna. Riberry er að ná sér að hnémeiðslunum.
Louis van Gaal, þjálfari Bayern Munchen, sagði að Frakkinn hefði æft með sjúkraþjálfara í dag og þar hefði hann ekki sýnt nein einkenni um að hann væri smitaður af Svínaflensunni.
Riberry hefur verið að glíma við meiðsli á hné síðan í byrjun október. Hann er byrjaður að hlaupa og í léttum æfingum en mun ekki spila með Bayern á móti Haifa í Meistaradeildinni á morgun.
Kona Ribery komin með Svínaflensuna - þarf að æfa einn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






