Úthlutun friðarverðlauna vekur furðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. október 2009 00:30 Obama á skrifstofu sinni Bandaríkjaforseti á mikið verk fyrir höndum að standa undir kröfum Nóbelsnefndarinnar. nordicphotos/AFP Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni segist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað margháttuðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Walesa, fyrrverandi baráttumaður gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en margir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaunin of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkjaforsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlotið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráðherrar hafa einnig fengið friðarverðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóðarleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti. Barack Obama Nóbelsverðlaun Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni segist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað margháttuðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Walesa, fyrrverandi baráttumaður gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en margir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaunin of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkjaforsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlotið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráðherrar hafa einnig fengið friðarverðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóðarleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti.
Barack Obama Nóbelsverðlaun Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira