Fótbolti

Rauða spjaldið stendur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fletcher fær hér að líta rauða spjaldið í gær.
Fletcher fær hér að líta rauða spjaldið í gær. Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnusamband Evrópu segir að ekkert sé hægt að gera til að draga rauða spjaldið sem Darren Fletcher fékk í leik Manchester United og Arsenal til baka.

Fletcher fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Cesc Fabregas í vítateig United. Víti var dæmt og Fletcher var vikið af velli.

Talsmaður UEFA hefur nú staðfest að vissulega geti United sent sambandinu kvörtun.

„En kvörtunin er aðeins tekin til greina ef dómarinn rak rangan leikmann af velli," sagði talsmaðurinn. „Það er ekki hægt að áfrýja ákvörðun dómarans á vellinum. Það er heldur ekkert sem bendir til þess að hann hafi rekið rangan mann af velli í leiknum," bætti hann við.

Alex Ferguson sagðist eftir leikinn í gær vonast til þess að dómararinn, Roberto Rosetti, sjái að sér og dragi rauða spjaldið til baka. En allt útlit er fyrir að Fletcher muni missa af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fer fram í Róm þann 27. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Ferguson: Kannski sér dómarinn að sér

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast innilega til þess að Roberto Rosetti dómari viðurkenni að það hafi verið mistök að reka Darren Fletcher af velli í leik Manchester United og Arsenal í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×