Barcelona greindi frá því í dag að afar tvísýnt væri með þáttöku Frakkans Thierry Henry í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok mánaðarins.
Henry er meiddur á hné og gat ekki leikið síðari leikinn í undanúrslitunum gegn Chelsea.
Hann meiddist í 6-2 sigrinum á Real Madrid en skoraði þrátt fyrir það tvö mörk í leiknum.
Henry er í stífri meðferð þessa dagana hjá sjúkraþjálfurum Barcelona svo hann verði klár í slaginn í leikinn mikilvæga þann 27. maí.