Beðið er sprotafregna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 02:30 Kimberly Romaine „Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún. Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
„Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún.
Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira