Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að kæra Jose Mourinho ekki fyrir ummæli hans um dómarana á leik Inter og Manchester United í gærkvöld.
Mourinho gagnrýndi Luis Medina dómara fyrir að hafa ekki dæmt vítaspyrnu á meint brot á Adriano í leiknum.
"Ef við fáum dómara sem verndar útiliðið eins vel á Old Trafford, munum við fara í næstu umferð," sagði Mourinho eftir leikinn.
Í morgun gaf talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu það út að verið væri að skoða ummæli Mourinho og íhuga að kæra hann, en eins og áður sagði verður ekkert úr því.