Að meta fatlaða að verðleikum Sigursteinn Másson skrifar 19. september 2009 06:00 Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Hvað er til ráða? Nýlega kynnti nefnd, undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors, hugmyndir að einföldun almannatrygginga í tvo bótaflokka hjá fötluðum og í einn hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa ákveðið að sameina Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun og málefni fatlaðra verða færð til sveitarfélaga árið 2011. Allt eru þetta mikilvæg skref í rétta átt. Það er engu að síður grundvallaratriði að huga strax að breytingum á sjálfu örorkumatinu þannig að það undirstriki hæfni fólks til samfélagslegrar þátttöku og styðji undir hana en sé ekki letjandi og aðgreinandi. Sumir kunna að segja að þegar atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni að þá sé ekki tímabært að gera slíkar breytingar á örorkumati. Þetta tel ég að byggist á misskilningi. Jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra má ekki ráðast af efnahagssveiflum hverju sinni. Mikilvægt er að við búum við fyrirkomulag sem skapar fólki jöfn tækifæri til þátttöku og sem lágmarkar þær skerðingar sem fólk býr við. Það er að mínu mati grundvöllur raunverulegrar velferðar. Það að hafa hlutverk í lífinu jafngildir því að hafa tilgang. Það hlutverk snýst ekki alltaf um launaða vinnu en það verður að snúast um það að vera sér og öðrum að gagni á einhvern hátt. Einstaklingur með mjög takmarkaða andlega og líkamlega færni gerir mikið gagn með því að leyfa aðstoðarfólki að annast sig. Aðstoðarfólkið fær með því nýja innsýn inn í mannlega tilveru sem gerir þau að betri manneskjum. 2007 skilaði svonefnd örorkumatsnefnd forsætisráðherra samhljóða áliti sínu varðandi breytingar á réttindamati fatlaðra. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að horfa ætti til styrkleika fólks við matið og hvernig hægt væri að styðja sem best við þá. Þetta ætti að vera leiðarljós við þær brýnu kerfisbreytingar sem framundan eru enda í fullu samræmi við áherslur Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn Íslands stefnir að fullgildingu á innan skamms. Við sem búum á Íslandi þurfum nú á öllum að halda við endurreisn landsins. Fatlaðir búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu sem samfélagið má ekki fara á mis við. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og nú þarf að gefa öllum kost á að leggjast sameiginlega á árarnar til að skapa hér betra og sanngjarnara samfélag.Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Hvað er til ráða? Nýlega kynnti nefnd, undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors, hugmyndir að einföldun almannatrygginga í tvo bótaflokka hjá fötluðum og í einn hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa ákveðið að sameina Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun og málefni fatlaðra verða færð til sveitarfélaga árið 2011. Allt eru þetta mikilvæg skref í rétta átt. Það er engu að síður grundvallaratriði að huga strax að breytingum á sjálfu örorkumatinu þannig að það undirstriki hæfni fólks til samfélagslegrar þátttöku og styðji undir hana en sé ekki letjandi og aðgreinandi. Sumir kunna að segja að þegar atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni að þá sé ekki tímabært að gera slíkar breytingar á örorkumati. Þetta tel ég að byggist á misskilningi. Jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra má ekki ráðast af efnahagssveiflum hverju sinni. Mikilvægt er að við búum við fyrirkomulag sem skapar fólki jöfn tækifæri til þátttöku og sem lágmarkar þær skerðingar sem fólk býr við. Það er að mínu mati grundvöllur raunverulegrar velferðar. Það að hafa hlutverk í lífinu jafngildir því að hafa tilgang. Það hlutverk snýst ekki alltaf um launaða vinnu en það verður að snúast um það að vera sér og öðrum að gagni á einhvern hátt. Einstaklingur með mjög takmarkaða andlega og líkamlega færni gerir mikið gagn með því að leyfa aðstoðarfólki að annast sig. Aðstoðarfólkið fær með því nýja innsýn inn í mannlega tilveru sem gerir þau að betri manneskjum. 2007 skilaði svonefnd örorkumatsnefnd forsætisráðherra samhljóða áliti sínu varðandi breytingar á réttindamati fatlaðra. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að horfa ætti til styrkleika fólks við matið og hvernig hægt væri að styðja sem best við þá. Þetta ætti að vera leiðarljós við þær brýnu kerfisbreytingar sem framundan eru enda í fullu samræmi við áherslur Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn Íslands stefnir að fullgildingu á innan skamms. Við sem búum á Íslandi þurfum nú á öllum að halda við endurreisn landsins. Fatlaðir búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu sem samfélagið má ekki fara á mis við. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og nú þarf að gefa öllum kost á að leggjast sameiginlega á árarnar til að skapa hér betra og sanngjarnara samfélag.Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun