Stjórnvöld í Úkraínu hafa gefið út að verið sé að vinna í því að fresta leik Dinamo Kiev og Inter sem fara á fram í Meistaradeild Evrópu á næstkomandi miðvikudag vegna mikillar útbreiðslu svínaflensunar í landinu.
Nú þegar hafa ellefu manns látið lífið vegna svínaflensu í Úkraínu og stjórnvöld hafa verið að fresta ýmsum fjölmennum samkomum síðustu þrjár vikur til þess að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu flensunar ennfrekar.
Inter er sem stendur í botnsæti riðilsins , tveimur stigum á eftir Dinamo Kiev sem er í öðru sætinu.